Undanfarið höfum við hjá Bemar fengið sent nokkur afrit af vefpóstum þar sem viðskiptavinum er boðin uppfærsla (að auki furðu hátt verð) á Wordpress vefumsjónarkerfi og oft bent ranglega á að viðkomandi Wordpress vefumsjónarkerfi sé gamalt og óuppfært.

Hið rétta er að allir Wordpress vefir hjá Bemar fá sjálfvirkar uppfærslur á öryggisþáttum og kerfin sjálf uppfærð þegar þurfa þykir og er öll þessi þjónusta frí hjá Bemar, innifalið í árgjaldi eins og aðrar smávægilegar breytingar.

Allar vefsíður hjá Bemar fá að auki frítt SSL dulkóðunarskýrteini og daglega öryggisafritun sem td. er hægt að nota fari uppfærsla á Wordpress ekki eðlilega fram.Wednesday, March 25, 2020

« Til baka